Þöggun á þjóðhátíð

Punktar

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur tekið að sér hagsmunagæzlu aðstandenda Þjóðhátíðar. Páley Borgþórsdóttir krafðist þess bréflega, að þeir, sem koma að meðferð kynferðisbrota, haldi kjafti við fjölmiðla. Þöggun sína byggir hún á persónulegri skoðun, sem stingur í stúf við nútímaþekkingu. Er ekki faglega hæf til að halda fram slíkri skoðun, enda ekki vitað, hvaðan hún hefur hana. Lengi hefur loðað við Vestmannaeyjar, að þar sé kjörlendi slíkra afbrota um þessa ferðahelgi. Hagsmunaaðilum líkar miður, að fjallað sé um slík mál, ef það kynni að rýra tekjur. Einsdæmi er þó, að lögreglustjóri fari í skítverkin fyrir þá.