Fátt er gert til að nýta upplýsingar um eignir Íslendinga í skattaskjóli á aflandseyjum. Varla er reynt að afla upplýsinga um uppruna fjárins eða hvernig hann spilar saman við verðhækkun í hafi á vörum og þjónustu í útflutningi eða innflutningi. Ekki er vitað til, að neitt skattamál sé rekið á grundvelli hinna birtu upplýsinga. Aðeins í örfáum hrunmálum hefur verið kafað eftir slíkum upplýsingum. Til dæmis er ekkert vitað um braskið í flutningum á fé fyrrverandi forsætisráðherra til Tortóla. Við höfum ekkert annað en hans eigin orð, sem eru marklaus. Sama gildir um brask og skatta fjármálaráðherra og innanríkisráðherra.