Þingmenn Framsóknar mótmæla ekki gerðum formannsins sem forsætisráðherra. Og þeir mótmæla ekki stórtækum yfirlýsingum Vigdísar Hauksdóttur. Sigmundur Davíð hefur náð heljartökum á flokknum, kúgað Höskuld Þórhallsson og Eygló Harðardóttur til hlýðni. Ekki heyrist bofs frá Eygló um fyrirlitninguna á fátækum og stórgjafirnar til kvótagreifa og annarra auðgreifa. Enda fékk hún ráðherrasess fyrir að halda sig á mottunni. Sumir gamna sér við, að gamla Framsókn sé enn til. En hvergi sér þar til leifa af félagshyggju. Sigmundur Davíð lætur sér vel líka að fela sig bakvið vígreifan strigakjaft Vigdísar.