Að svo miklu leyti sem Árni Páll Árnason hefur skoðanir eru þær ættaðar úr bankageira Sjálfstæðisflokksins. Samanber feril hans sem bankaráðherra. Að öðru leyti er hann illskiljanlegur, líkist þar Degi Eggertssyni. Því lengur, sem þeir tala, því minna skil ég. Þannig er sumt Samfylkingarfólk, virðist hugsa í hringi. Í ræðum þess leiðir eitt af öðru, en rökrétta beinagrind vantar. Kannski afleiðing svonefndra samræðustjórnmála, samtal við sjálfan sig. Þótt fleira sé að í flokknum en Árni Páll einn, þá er þokutjáningin hluti vandans. Getur ekki tjáð sig þannig, að fólk segi: Já, einmitt, rétt.