Erfitt getur orðið að smala köttum í eins manns meirihluta. Betra er að semja við Flokk fólksins og Viðreisn um stjórnaraðild. Aukinn meirihluti treystir stjórnina í sessi. Og færir henni líka meirihluta þeirra, sem greiddi atkvæði. Skynsamlegt er líka að halda fjarlægð Framsóknar frá flokki Panama-prinsins. Og að halda útibúi hægri stefnu frá flokki hins Panama-prinsins. Séu bara Sjálfstæðis- og Miðflokkur utan stjórnar, er stjórnin í meira samræmi við vilja heiðarlegs fólks. Fjögurra flokka stjórn er þolanleg, en sex flokka stjórn er töluvert glæsilegri. Hef ekki heldur trú á, að fjölgun aðila tefji mikið fyrir myndun ríkisstjórnar.