Ég man sprengingu húsnæðislána eins og hún hafi gerzt í gær. Þar var ekki Íbúðalánasjóður að verki. Einkavæddu bankarnir ruddust fram í ágúst 2004. Þeir buðu 100% lán og ótakmarkaðar fjárhæðir. Nokkrum mánuðum seinna fór Íbúðalánasjóður að bjóða 90% lán og þak á fjárhæðum. Nú er verið að reyna að falsa þessa sögu. Fara þar fremstir í flokki Þór Sigfússon og Vilhjálmur Egilsson frá Samtökum atvinnulífsins. Óskammfeilnari en pólitíkusar, sem ljúga í túlkunum. Þór og Vilhjálmur ljúga hins vegar í staðreyndum. Þeir falsa söguna. Ég mun aldrei aftur taka mark á einu orði frá þeim félögum.