Þora ekki að játa

Punktar

Þrír ráðherrar Samfylkingarinnar hafa lýst sig afhuga stóriðju. Ráðherra umhverfismála sagði það í upphafi starfsins. Síðan gerði iðnaðarráðherra það og sagðist ekki gefa út fleiri rannsóknaleyfi. Viðskiptaráðherra kvað í gær fastar að orði. Hann segir, að samkomulag sé í ríkisstjórninni um að færa virkjanaleyfi aftur til Alþingis frá sveitarfélögum. Hann segist sjálfur vera andvígur virkjunum í neðri hluta Þjórsá. Og vonar að þær komi ekki til framkvæmda. Að baki allra þessara ummæla og aðgerða ráðherranna er ótti þeirra við að játa, að sum stóriðja sé farin að rúlla, sé óstöðvandi.