Þora ekki í kosningu

Punktar

George W. Bush Bandaríkjaforseta tókst hvorki að afla neinna peninga né neinna hermanna til aðstoðar við hernám Íraks, þegar hann heimsótti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Andstaða landsfeðra gegn utanríkisstefnu hans hefur aukizt í öllum heimshlutum. Dana Milbank og Colum Lynch segja í Washington Post, að atkvæðagreiðsla í öryggisráðinu um óbeinan stuðning við hernám Íraks, sem Bandaríkin vildu fá í þessum mánuði, verði ekki fyrr en í lok næsta mánaðar. Bandarískur embættismaður bætti við, að svo kynni að fara, að mánuðir liðu áður en Bandaríkjastjórn treysti sér til að fara með málið fyrir öryggisráðið, jafnvel þótt Frakkland, Kína og Rússland efni loforð um að beita ekki neitunarvaldi.