Þóra með almannafylgið

Punktar

Atkvæðagreiðsla DV um fylgi forsetaframbjóðenda er ekki marktæk samkvæmt fræðireglum skoðanakannana. Eigi að síður gefur hún grófa vísbendingu um, að Þóra Arnórsdóttir ein geti fellt Ólaf Ragnar Grímsson. Hún hefur karisma, sem fellur að almennum kjósendum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur líka karisma, en það er meira yfirstéttar, karisma dugnaðar og sjálfstrausts. Hún yrði frábær forseti. En það verður Þóra einnig. Alvöru kannanir munu senn leiða í ljós, að Þóra nýtur fylgis nánast helmings þjóðarinnar. Segir mér, að Herdís skuli draga vonlítið framboð sitt til baka. Verður annars óvinafagnaður.