Þorbjörn skortir þekkingu

Fjölmiðlun

Dylgjurnar um einkalíf Ólafs F. Magnússonar komu fram í ríkisfjölmiðlinum Kastljósinu. Komu alls ekki fram í blogginu. Þar voru þvert á móti skoðanir um, að dylgjurnar væru marklaus áróður. Bloggið var ábyrgt, ekki ríkisfjölmiðillinn. Þorbjörn Broddason, prófessor í fjölmiðlafræði, fylgist hins vegar lítið með. Hann hélt fram í útvarpinu í gær, að bloggarar hefðu sýnt ábyrgðarleysi í málum Ólafs. Það er hrein firra. Hann reyndi að hengja bakara fyrir ríkið. Prófessorinn hefur oft áður sýnt skort á þekkingu á fjölmiðlum. Enda hefur hann gert fjölmiðlafræði ónothæfa í blaðamennsku.