Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sér vandann rétt. Hún sagði á þingi “Ég tel afar brýnt, að við skerum sem allra fyrst á naflastrenginn, sem er byrjaður að myndast á milli ríkisvaldsins og nýju bankanna og sést m.a. á því, að pólitískir fulltrúar sitja í stjórnum nýju bankanna. Tími pólitískra pótintáta má ekki renna upp að nýju í bankakerfinu. Núverandi ástand er algjör bráðabirgðaráðstöfun meðan verið er að ganga frá lausum endum, en ég tel forgangsmál að fagfólk komi að stjórnun nýju bankanna og stefnumótun þeirra alveg frá byrjun. Ljóst er, að öðruvísi skapast ekki traust …”