Frá Kaldrananesi í Bjarnarfirði um Þórisgötu að Bakkagerði í Steingrímsfirði.
Gömul póstleið, fjölfarin og vel vörðuð. Leiðin er merkt beggja vegna með skiltum.
Förum frá Kaldrananesi eftir Þórisgötu um Bringur og síðan austan Bæjarvatna. Suður um Kjöl og Bæjarháls. Þvínæst niður Berg og suðaustur að Bæ og síðan með vegi til Bakkagerðis.
6,5 km
Vestfirðir
Nálægar leiðir: Urriðavötn, Seljavatn, Sandneshryggur, Pyttasundshæðir, Dimmudalir.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort