Þóristindur

Frá Hrauneyjum um Þóristind að slóðum til Jökulheima og Veiðivatna.

Tengileið milli hótelsins í Hrauneyjum og Veiðivatna.

Förum frá hótelinu í Hrauneyjum meðfram þjóðvegi til austurs og síðan áfram austur á vegi 228 fyrir norðan Fellsendavatn og Þóristind að vegamótum til Botnavers. Á vegamótunum beygjum við til suðausturs að öðrum vegamótum til Veiðivatna og Jökulheima.

26,9 km
Rangárvallasýsla

Jeppafært

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson