Fyrir löngu hafði krónan gengi. Gátum farið með hana í banka og skipt fyrir evru. Blöðruhagkerfi Davíðs sprengdi himnaríkið í loft upp. Nú er krónan verðlaus, hefur ekkert gengi. Réttar sagt alls kyns gengi eins og á tíma bátagjaldeyris. Seðlabankinn skammtar evrur á ýmsu verði, á aldrei nægar, of margir bítast um þær. Slík verður staðan í mörg ár. Þurfum að taka upp evru, en höfum ekki burði, uppfyllum ekki skilyrðin. Verðum enn að þreyja þorrann, fara varlega í að lina höft. Á meðan fáum við lítið af lánum, hver lánar fávitum? Verðum að treysta á ferðaþjónustu, sem kostar litla fjárfestingu.