Ég ofnbaka oft fisk, þannig helzt vökvinn bezt í honum. Raunar ætti ég að segja, að fiskurinn sé þurrsoðinn í eigin vökva. Sú matreiðsla hefur gefizt mér vel með flestar íslenzkar fisktegundir. Og afastrákarnir hafa þar að auki samþykkt hana, sem skiptir máli. Nýlega lenti ég í, að þorskur rann bara niður í ofnskúffunni og rýrnaði um þriðjung. Hvað veldur þeim ósköpum? Er þetta einhver tæknileg uppfinning á vegum hringamyndunar í fiskbúðum? Ekki kaupi ég þó frystan fisk, því að ég veit, að þriðjungar af þyngd hans er viðbætt vatn. Frosinn stórmarkaðsfiskur rennur um þriðjung við að þiðna.