Annað árið í röð hafa vísindamenn ráðlagt Evrópusambandinu að banna allar þorskveiðar í Norðursjó, Írlandshafi og vestur af Skotlandi. Í fyrra hafnaði sambandið banni og ákvað í staðinn 45% minnkun þorskveiðikvóta. Vísindamenn telja nú, að það hafi ekki verið nóg, þorski hafi áfram fækkað, svo að nú sé engin leið framhjá algeru banni. Ýmsar aðrir fiskstofnar á þessum slóðum eru á hraðri niðurleið, þar á meðal ýsa, þrátt fyrir 50% minnkun kvóta á árinu. Frá þessu segir í BBC. Með nógu biturri reynslu endar Evrópusambandið með því að læra lexíuna.