Hafró verður ekki kennt um hrun þorskstofnsins. Árum saman hafa ráðherrar sjávarútvegs leyft meiri veiði en Hafró ráðlagði. Þeir bera ábyrgðina á hruni stofnsins, mest auðvitað núverandi ráðherra, Einar K. Guðfinnsson. Hagsmunaaðilar hafa komið að hruninu með sífelldum efa um, að heil brú sé í tillögum Hafró. Nú vill stofnunin, að veiðar á þorski verði minnkaðar um fimmtán milljarða króna og veiðar á ýsu og ufsa um fimm milljarða króna. Aftur verður því hafinn söngurinn um, að þjóðfélagið þoli ekki samdráttinn. Og Einar er án ábyrgðartilfinningar og mun leyfa aukið skark.