Þorskurinn við Laugaveginn

Veitingar

Ef þú vilt góða nautasteik, ferðu á fiskréttahús. Ef þú vilt mælikvarða á gæði annarra veitingahúsa, pantaðu fiskrétt. Stafar af, að meiri nákvæmni þarf við eldun á fiski en öðrum mat. Ítalska matarhúsið Volare við Laugaveg stóðst þetta próf. Þorskur dagsins var hæfilega eldaður, borinn fram með kartöflum, grænmeti og tómatsósu. Súpa dagsins var matarmikill tómatgrautur. Súpa og þorskur kostaði 1200 krónur í hádeginu, þorskurinn sér kostaði 990 krónur. Á kvöldin kosta pöstur 1700 krónur og aðalréttir 2900 krónur. Vona, að Volare lifi lengur en nokkrir fyrirrennarar á þessum stað við Kjörgarð.