Þórunn Sveinbjarnardóttir er aumasti ráðherra ríkisstjórnarinnar og líklega allrar sögu landsins. Hún horfir ráðþrota á yfirgang Landsvirkjunar og annarra stórvirkjenda. Landsvirkjun ætlar að eyðileggja Þjórsárver í næsta hlaupi úr Bárðarbungu. Reykjanesbær ætlar að þurrka upp jarðhita á Reykjanesskaga og Hellisheiði, þannig að hann verði upp urinn eftir nokkra áratugi. Landsvirkjun virðir að vettugi eindregna andstöðu íbúa við virkjun neðri hluta Þjórsár. Og fer sínu fram með mútum og lögbrotum að sínum fyrra hætti. Þórunn virðist dotta yfir þessu öllu saman. Muldrar bara um ferli.