Þóruskarð

Frá Engidal í Skutulsfirði að Seljalandi í Álftafirði.

Ekki fær hestum.

Á Vestfjarðavefnum segir m.a.: “Þegar komið er að Þóruskarði sunnan Vatnahnjúks, fer leiðin að verða brattari og getur verið svolítið brölt að komast upp í skarðið. Þegar komið er niður úr skarðinu, er ganga auðveld meðfram ánni niður á Seljaland í Álftafirði.”

Förum frá Engidal suður Engidal og suðaustur dalsdrögin og fyrir sunnan Vatnahnjúk austur í Þóruskarð í 720 metra hæð. Þaðan suðaustur í Svarfhólsdal og austur með ánni að Seljalandi.

11,1 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Álftafjarðarheiði, Hestskarð vestra, Lambadalsskarð, Breiðadalsheiði, Botnsheiði, Nónhorn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort