Velferðarráðuneytið segir, að fjögurra manna fjölskylda þurfi 617 þúsund krónur á mánuði. Og hún komist af með 447 þúsund krónur á mánuði, ef hún getur frestað háum kostnaðarliðum í níu mánuði. Á sama tíma krefjast verkalýðsrekendur 200 þúsund króna lágmarkslauna. Vilhjálmur Egilsson skiptir litum af skelfingu yfir frekjunni. Fréttin í þessu er, að foreldrar verða báðir að vinna úti og börnin að vinna hálfa vinnu til að skrimta í níu mánuði. Sýnir, að kjarasamningar eru út í hött. Láglaunafjölskyldur geta ekki lifað á Íslandi, því að verkalýðsrekendur eru í vasa atvinnurekenda.