Alþýðusambandið hefur enn staðfest, að það er undirlægja Samtaka atvinnulífsins. Hefur staðfest, að Salek haldi gildi sínu, þótt það hafi verið skotið í kaf af alþingi. Því munu lífskjör almennings versna á þessu ári. Ekki verður boðað til harðra aðgerða á vinnumarkaði. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, viðurkennir samt forsendubrest samninganna. Hálaunastéttir hafa fengið miklar kjarabætur, en alþýðan nánast engar. Þar við situr. Í hvert sinn sem þingmenn og slíkir fá miklar hækkanir, talar Alþýðusambandið um forsendubrest. Koðnar síðan jafnóðum niður. Alþýðusambandið er þræladeild Samtaka atvinnulífsins.