Þrælpólitísk olympía

Punktar

Olympíusamband Íslands vasast í pólitík eins og Alþjóða olympíunefndin. Þessir aðilar ákveða meira eða minna hugsunarlaust að halda leika í ýmsum löndum, þar sem glæpamenn stjórna. Ábyrgðarmenn þessa hafa enga burði til að axla ábyrgð á pólitískum afleiðingum hinna þrælpólitísku gerða sinna. Það er auðvitað pólitík að hafa olympíuleika í Peking í sumar. Eins og það var pólitísk ákvörðun að hafa olympíuleika í Berlín 1936. Hitler notaði þá til að treysta völd sín í Þýzkalandi. Og glæpalýðurinn í Kína gerir slíkt hið sama núna. Ólafur E. Rafnsson hefur ekki burði til að axla sína ábyrgð.