Þráhyggja magnar öryggisleysi

Punktar

Þráhyggja bandarískra stjórnvalda gegn Írak stjórnar örvæntingarfullum og árangurslausum tilraunum þeirra til að sanna samband milli Osama bin Laden og Saddam Hussein til að réttlæta árás á Írak. Þetta hefur mánuðum saman skert getu CIA, bandarísku leyniþjónustunnar til að hafa upp á raunverulegum hryðjuverkamönnum, sem hafa með skelfilegum afleiðingum aukið umsvif sín, t.d. á Balí í Indónesíu, í Karachi í Pakistan og á sundinu við Jemen. Gleymst hefur stjórnleysið í Afganistan, þar sem leppar Bandaríkjanna ráða ekki við neitt utan við borgarmiðju Kabul og þar sem Osama og Omar talibani leika enn lausum hala. Þráhyggjan hefur magnað öryggisleysi Bandaríkjamanna. Margir dálkahöfundar fjalla um þetta í dag, svo sem Richard Norton-Taylor í Guardian og Julian Borger í sama blaði.