Þráin til útlandsins

Ferðir

Þótt París sé heimsins höfuðprýði, langar mig ekki óviðráðanlega þangað. Þótt þar sé meira að skoða en annars staðar, langar mig ekki að sjá Monu Lisu aftur í Louvre. Það eina, sem ég sakna er Sainte-Chapelle að baki Notre Dame. París hefur auðvitað glás kaffihúsa, þar sem gaman er að hanga. Mig langar meira til Istanbul, því Ægisif er sjálf heimskirkjan og allur gamli Mikligarður heillar. Svo er ekki víst, að borgin endist túristum vegna aukins trúarofsa. Mest langar mig þó til Feneyja. Að vetrarlagi, þegar kalt er úti og hlýtt í kirkjum. Þegar túristunum fækkar, rennur býzanskt hjarta borgarinnar eins og eitur í sálina.