Þrengjum Laugaveg

Punktar

Þótt ég hafi ýmislegt við hatur borgarstjórnarmeirihlutans á einkabílisma að athuga, er ýmislegt gott um skipulagið að segja. Fyrst og fremst þarf að gera sér grein fyrir, hvar skuli þrengja og hvar skuli víkka. Hvar þurfi mislæg gatnamót með viðstöðulausri umferð. Hvar þurfi göngugötur með mannlífi í góðu veðri. Góða veðrið fæst með þaki eins og í mollum nútímans, sem unglingarnir elska. Við fáum ekki beinlínis Gamla Stan eða Barri Gótik í Reykjavík. En unnt á að vera að breyta Laugavegi í Strøget og þá undir þaki. Allar slíkar götur verða fljótt túristagötur, en það er bara partur af nútímavæðingu eyjarskeggja.