Auðvelt er að meta, hvort tillögur stjórnskipaðrar nefndar um breytt viðskiptaumhverfi séu góðar eða ekki. Matið fer eftir, að hve miklu leyti tillögurnar fylgja evrópskum reglum. Þar hefur verið fjallað rækilega um málið frá ýmsum hliðum, en hér heima óttast menn ofbeldishneigð stjórnvalda. … Að mestu leyti fylgja tillögurnar evrópskum leikreglum og eru að því leyti góðar. Að nokkru leyti víkja þær frá þeim, einkum til að þrengja viðskiptaumhverfið á Íslandi umfram Evrópu. Að því leyti eru þær til þess fallnar að hrekja fyrirtæki úr landi og koma því ekki að tilætluðum notum. …