Þrengslin eru að hefjast

Punktar

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík sannfærðust um, að byggð sé alltof gisin í nýjum hverfum Reykjavíkur austan Elliðaáa. Gisnari en í gamla bænum vestan Elliðaáa. Lausn skipulagsyfirvalda er að þrengja byggð í vestari hlutanum! Þar er byrjað að reisa hús, jafnvel turna, inn á milli eldri húsa. Þetta kallar á málaferli við íbúa, sem missa andrými, útsýni og bílastæði. Þrengingarstefnan fer saman við þá stefnu að stórfækka skipulögðum bílastæðum við ný hús. Bílar fólksins í nýjum húsum verða af illri nauðsyn á bílastæðum við eldri hús. Reykjavík mun þurfa að borga stórfé í skaðabætur vegna ósiðlegra skemmda á gömlum hverfum.