Evrópusambandið hyggst læra af grísku reynslunni. Olli Rehn, efnahagsstjóri þess, hefur lagt fram tillögu að reglugerð um fjármál aðildarríkja. Samkvæmt henni vill bandalagið fá að fylgjast með fjárlagagerð áður en þjóðþingin afgreiða fjárlög. Búinn verði til rammi, sem fjárlög þurfa að fylgja. Á þennan hátt má hindra grískt og íslenzkt sukk. Þetta er einmitt það, sem við þurfum á Íslandi, eftirlit með pólitískum bófum. Og takið eftir, að þeir, sem nota þessa tillögu til að sverta bandalagið, eru einmitt pólitísku bófarnir. Evrópska regluverkið þrengir svigrúm pólitískra bófa hér á landi.