Þrenn stjórnarmistök

Punktar

Ríkisstjórnin hefur gert margvísleg mistök, þótt henni hafi gengið vel í efnahagsmálum. Hjól atvinnulífsins snúast á fullu, en það er bara ekki nóg. Ríkisstjórninni hefur mistekizt að siðvæða banka. Afnam ekki bankaleynd, skattlagði banka ekki nægilega og setti bönkum ekki skýrar siðareglur, svo sem um afskriftir. Ríkisstjórninni hefur líka mistekizt að opna samfélagið. Henni stjórna gamlir jálkar, sem vilja halda sem flestu undir huliðshjálmi. Ríkisstjórninni hefur í þriðja lagi mistekizt að fyrna kvótann. Þótt þjóðin styðji fyrningu, hefur ekki tekizt að ná sjávarútvegi úr klóm kvótagreifa.