Þrenns konar villur

Punktar

Þrenns konar villur hrjá íslenzka fjölmiðla. Í fyrsta lagi prentvillur, oftast ásláttarvillur. Slegnir eru aukastafir, stöfum er víxlað eða stafir falla niður. Þann sóðaskap á að leiðrétta í tíma með sérstökum forritum. Í öðru lagi íslenzkuvillur. Þær fela í sér ranga stafsetningu, ranga beygingu orða eða ranga meðferð orðtaka og spakmæla. Slík vandræði hafa löngum verið uppistaða í umvöndunarpistlum í fjölmiðlum. Í þriðja lagi eru stílvillur. Þær fela í sér hugsunardaufa textagerð, oft með froðu, sem fyllir helming textans. Stílvillur eru verstar, skaða tilgang tungumáls, samskipti fólks.