Stend mig stundum að því að hlusta á sjónvarpsfréttir en horfa ekki. Árum saman hef ég dofnað af að horfa á myndir af Seðlabankahúsi, Hæstaréttarhúsi og skilti Fjármálaráðuneytisins. Allar teknar á sama bletti og birtar í sama fréttatíma. Ég veit, hvernig helztu hurðarhúnar valdsins líta út, ekki bara húnninn á Höfða. Talandi hausar eru alls ráðandi. Myndefnið er bara viðbót við útvarp, eins konar skyldurækni vegna birtingar í sjónvarpi. Eins og í gamla daga, þegar CNN flutti fréttir af Persaflóastríðinu í garðinum bak við Hilton í Jeddah í Sádi-Arabíu. Þá missti ég trú á sjónvarpi sem fréttamiðli.