Þreyttir kvarta

Punktar

Ættingjar þreyttra bandarískra hermanna í Írak fá nú straum kvartana um, að allt sé þar öðru vísi í raun en þeim hafði áður verið sagt. Hermennirnir átta sig á, að gasgrímurnar leka, að almenningur í Írak hatar þá og að ríkisstjórnin er að lækka kaupið. Hetjurnar vilja komast heim til mömmu, sem segir, að brennheit eyðimörkin í Írak sé að éta hermennina eins og frumskógurinn í Víetnam gerði á sínum tíma. Í Observer segja Paul Harris og Jonathan Franklin frá bréfum bandarískra hermanna og mótmælum mæðra þeirra.