Þriðja heims Nordal

Punktar

Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir lögreglustjórann hafa verið í góðri trú. Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagðist telja, að kalli ráðuneyti eftir gögnum, beri að afhenda þau. Hún trúir á gerræði pólitíkusa fram yfir regluverk laga og réttar. Verið getur, að kvígildið geti sinnt einhverju starfi, en lögga getur það tæpast verið, hvað þá lögreglustjóri. Eigi einhver að fara eftir regluverki í þessu bananaríki, þá er það lögreglustjórinn. Nú fara allir að herma eftir henni. „Ég var í góðri trú, sá ekki skiltið“, segja bílstjórar. „Ég var í góðri trú, las ekki lögin“, segja banksterar. Þannig virkar þriðji heimurinn, obbosí.