Smám saman saxast á skuldirnar, sem ríkið komst í, þegar Geir H. Haarde stýrði þjóðinni í hrun. Gerist hægar en við vildum, en gerist samt. Þannig er ríkissjóður orðinn sjálfbær á kostnað skattgreiðenda og velferðar. Aðrar leiðir hafa verið nefndar. Þór Saari nefnir endurskipulag vaxta og afborgana af skuldum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og Norðurlönd. Þá leið á vissulega að reyna að auki. Einhvern veginn verðum við að vinna okkur út úr ruglinu, sem Geir kom okkur í. En ekki mundi ég setja öll fjöreggin í þá körfu, sem Þór Saari telur þá einu réttu. Allar slíkar leiðir ber að nýta samhliða.