Menn bera því meiri ábyrgð á bankahruninu, því nær sem þeir stóðu hruninu. Verstu sökudólgarnir eru þeir, sem stjórnuðu bönkum og öðrum stofnunum, sem urðu gjaldþrota. Fyrst og fremst bankastjórarnir fyrir hönd bankanna, Davíð fyrir hönd Seðlabankans og Geir og Árni fyrir hönd ríkissjóðs. Allar þessar stofnanir urðu tæknilega séð gjaldþrota í hruninu. Í annarri röð sökudólga standa svo ofurmennin, sem klófestu bankana og skófu þá innan til að afla fjár í rugl í útlöndum. Í þriðju röð eru svo kjósendur, sem kusu yfir okkur eftirlitslausa frjálshyggju í fjármálum. Enn hefur þeim einum verið refsað.