Þriðjungur til vandræða

Punktar

Botnfylgi Framsóknar er 10%. Í síðustu kosningum fékk hún 14% í viðbót út á að segja fólk fá skuldaleiðréttingu strax. STRAX. Nú er viðbótarfylgið að mestu horfið og Framsókn komin úr 24% niður í 13%. Niður fyrir Samfylkinguna og Vinstri græna, á pari við Bjarta framtíð. Botnfylgi Sjálfstæðisflokksins er miklu meira, 25%. Enda byggist það ekki á hreinni lygi, heldur á meintum sérhagsmunum málsaðila. Alvöru flokkur með innviði, skipulag og félagsmenn. Alls er fylgi tveggja bófaflokka núna 13%+28%=41%. Á ekki von á, að það fari neðar en í 35%. Með svo erfiðan þriðjung mun þjóðin hjakka í sama farinu.