Þriggja orða fundir

Punktar

Viðreisn ætlaði sér aldrei neitt með aðild að tilraun Katrínar Jakobsdóttur til stjórnarmyndunar. Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé sögðu bara þrjú orð á fundunum, góðan daginn og bless. Lögðu aldrei fram nein gögn. Skrítnast var, að aðrir fundarmenn sögðu fundina góða. Að málin þokuðust í átt til samkomulags. Viðreisn þokaðist samt ekki um eina tommu og þar við sat. Allt þetta var bara tímasóun. Viðreisn var, er og verður strangt til hægri. Smám saman verður fólk svo þreytt, að unnt verður að telja meirihluta Framsóknar tækan í endurnýjaða  hægri stjórn. Kjósendur eru dauðhræddir við breytingar og vilja lénsherra sína.