Þríhöfða þursinn ræður enn

Punktar

Illu öflin í samfélaginu eru fyrst og fremst þrjú. Fyrst má frægan telja grátkórinn, sem stal auðlindum hafsins af þjóðinni og veðsetti þær fyrir hundruð milljarða. Síðan er það Sjálfstæðisflokkurinn, sem lifði á mútum Landsbankans og annarra útrásarfyrirtækja. Einkavinavæddi Landsbankann og passaði upp á skort á eftirliti með IceSave. Loks eru það nýju bankarnir, þar sem algerlega ósiðaðir útrásarvíkingar hafa fengið völdin að nýju í skjóli kúlulánafólks. Í samanburði við þríhöfða þurs grátkórs, flokks og banka má ríkisstjórnin sín lítils. Þríeini þursinn er valdamiðja landsins.