Framsóknarþingmenn geta ekki vænzt hjálpar stjórnarandstöðu við að knýja fram ráðherrafrumvörp, sem margir sjálfstæðisþingmenn eru andvígir. Þetta sér Vigdís Hauksdóttir. Hún leggur því til, að þing verði rofið á morgun og kosið verði í lok september. „Þetta segi ég til að hlífa landsmönnum við bulli, vitleysu og firru, sem verður annars næstu vikurnar. Í hádegisfréttum voru tvö mál komin strax í ágreining – þ.e. búvörusamningar og vegaframkvæmdir – þetta verður óbærilegt.“ Þannig er Framsókn þríklofin í þá, sem vilja kjósa í september, sem vilja kjósa í október og sem vilja kjósa næsta vor. Þetta stjórnarspil er búið.