Þrír góðir kokkar

Punktar

Einn af hundrað beztu kokkum heims er staddur hér á landi um þessar mundir. Það er Michel Richard, sem notar kaliforníska matreiðslu í Citronelle í Washington og er með 19 af 20 mögulegum á skala Gayot, sem er byggður upp eins og skali GaultMillau. Richard eldar hjá Sigga Hall um helgina. Einnig eru hér tveir af 500 beztu kokkum heims. Annar er Shawn McClain, sem rekur Spring í Chicago, er með 17 af 20 mögulegum á skala Gayot og eldar í Sjávarkjallaranum. Hinn er Juuse Mikkonen á Chez Dominique í Helsinki, sem hefur tvær Michel-stjörnur og eldar í Apótekinu. Það dregur þó úr, að Michelin er ekki lengur talin áreiðanleg heimild.