Þrjú veitingahús í borginni nálgast stundum þau gæði, sem krafizt er til að fá stjörnu hjá Michelin. Það eru hótelsalirnir Grillið, Holt og Vox. Þeir hafa þrautþjálfaða kokka og umbúnað, sem matstaðir fá aðeins í samlífi með alþjóðlegu hóteli. Aðrir hafa ekki ráð á vínlista með hundruðum tegunda og einstökum flöskum upp á ríflegan hundraðþúsundkall. Að kvöldi kostar þar um 15.000 krónur að borða þríréttað með hálfflösku á mann af miðlungs borðvíni. Hætt er við, að fáir getið notið þess aðrir en útlendingar með gjaldeyri. Aðrir fínir staðir bjóða lægra verð, en þeir eru enn fjær Michelin-stjörnum.