Þrisvar svartnætti

Punktar

Rafmagnið fór af miklum hluta Ítalíu í nótt, þar á meðal í Róm. 23. september fór rafmagnið af Skáni í Svíþjóð og Sjálandi í Danmörku, þar á meðal í Kaupmannahöfn. 14. ágúst fór rafmagnið af stórum svæðum á austurströnd Bandaríkjanna, þar á meðal í New York, í miðríkjum Bandaríkjanna, þar á meðal í Cleveland og Detroit, og í Kanada, þar á meðal í Toronto og Ottawa. Skýringar hafa verið af skornum skammti og almenns eðlis í öllum tilvikum. Hvert rafmagnsleysi út af fyrir sig getur hafa stafað af tilviljun eða vanhæfni. En hvað um þrjú langvinn tilvik í röð?