Laugaás og Hornið hafa sérstöðu meðal matstaða. Hafa verið í samfelldri eigu í nærri þrjátíu ár. Þau eiga afmæli, Laugaás í júní og Hornið í haust. Komu inn í staðnaðan heim matstaða og fundu sér hvort um sig sína sérstöðu. Síðan hafa þau haldið dampi, ekki vikið af sporinu. Þannig eiga veitingahús að vera, finna sér hóp viðskiptavina og halda tryggð við hann. Það er svo auðvelt að hrasa á þessum vegi. Nýir eigendur breyta matstöðum breytinganna vegna, elta tízkufyrirbæri. Fyrirtækjagrúppur eyðileggja matstaði á einu kortéri. Laugaás og Hornið hafna tízkunni og elda jafnan fyrir fullu húsi.