Þrívörðuháls

Frá Sauðabanalæk ofan við Bessastaði í Fljótsdal um Þrívörðuháls að Klausturseli í Jökuldal.

Hluti gamla sýsluvegarins af Héraði um Klaustursel og Sænautasel í Möðrudal. Meginleiðin lá hins vegar vestur um Vegkvíslar að Brú á Jökuldal. Milli Hákonarstaða og Klaustursels í Jökuldal er elsta akfæra brú landsins. Sérsmíðuð í Bandaríkjunum, flutt í hlutum hingað, hnoðuð saman á staðnum og sett upp 1908.

Byrjum hjá þjóðvegi 910 við Sauðabanalæk. Förum norðvestur á Vegufs. Við förum norður og síðan norðaustur um Miðheiðarháls og Þrívörðuháls og síðan í Grautarflóa upp af Jökuldal. Þar förum við niður með Fossá, fyrst norðvestur og síðan norðaustur að Jökulsá á Dal við Klaustursel.

21,4 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Vegkvíslar, Fljótsdalsheiði, Eyvindará, Merkisgreni, Sænautafell, Eiríksstaðavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort