Merkileg tilraun til lýðræðis felst í þremur tillögum þingflokkanna um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þær eru að verulegu leyti eins. Auðvelt á að vera að brúa bilið milli stjórnarflokkanna og Borgarahreyfingarinnar, sem er Evrópusinnuð. Hugsanlegt er líka að reyna að ná sáttum við Sjálfstæðið og Framsókn. Stjórnarflokkarnir eiga að gefa sér tíma til að reyna það, til dæmis mánuð. Þá reynir á heilindi stjórnarandstöðunnar. Eindregin samstaða um niðurstöðu er æskileg. Ef það gengur ekki, má samþykkja umsókn með naumum meirihluta. Aðalatriðið er að anda rólega og gefa sér tíma til samráðs.