Nú fer mesta hjarðsefjunin að jafna sig. Fjallkonan lyftir ekki lengur fána á götuvígjum hrunverja. Ásakanir um landráð eru farnar að virka hlægilegar. Andstæðingar bankaveldis úti í Frans hafa yljað okkur eina litla dagstund í Silfri Egils. Nístandi veruleikinn blasir við. Sem þjóð töpum við nú þegar milljörðum í hverjum mánuði á töfum, sem hrun-forsetinn og IceSave-geðveiki þjóðarinnar valda. Hrunverjar eru farnir að óttast glundroðann, sem þeir erfa, þegar þeir eru búnir að hrekja stjórnina frá völdum. Eftir mánaðamótin verður hægt að ræða af viti um, að við verðum að afgreiða IceSave strax.