Þrjú bistro á landinu?

Veitingar

Man í fljótu bragði bara eftir þremur bistro á Íslandi. Lítil veitingahús, þar sem karlinn er kokkur og konan stundum veitingastjóri. „Bistro“ er miklu nær hjarta kúnnans en stærri „brasserie“. þar sem þú sérð nýjan þjón í hvert skipti. Hef oft minnzt á FRIÐRIK V, dæmigert bistro í frönskum stíl. Þó með áherzlu á nýnorræna hefð og „beint frá bónda“. LAUGAÁS er franskt bistró og fiskhús með hefðbundinni matreiðslu. Hefur batnað síðustu árin og nálgast nýfrönsku með nákvæmni í eldunartíma. Þriðja góða bistroið þekki ég minna en skyldi: Fiskhúsið TILVERAN í fjarlægum Hafnarfirði reynist mér þó ætíð vel.