Þrjú helztu kosningamálin

Punktar

Stjórnarskrá fólksins verður eitt aðalmála næstu þingkosninga. Þótt hún varði ekki pyngjuna, er hún grunnur, sem nýjar framfarir rísa á. Endurreisn heilsumála er annað aðalmál, færsla fimmtán milljarða á ári úr hækkun auðlindarentu yfir í heilsugeirann. Þriðja aðalmálið er húsnæði unga fólksins. Í stað þessa að kroppa í afslætti og vexti hér og þar er einfaldara að hækka of lítil lágmarkslaun. Í stað um það bil 200 þúsund króna á mánuði verður að borga fólki 400.000 krónur. Eins og í Færeyjum. Atvinnurekstur, sem getur ekki borgað það, er hvort sem er ónýtur. Stéttarfélög ráða ekki við þetta, ríkið sjálft þarf að hlaupa í skarðið.