Stjórn ríkisfjármála er að þessu sinni erfiðari en oftast áður, því að ýktar sjónhverfingar eru úreltar. Ekki dugir að segjast ræna fé erlendra fjárfesta en láta samt ríkið borga skuldurum það, sem upp á vantar. Ríkið hefur ekki ráð á neinu og hefur heldur ekki ráð á að punga í Íbúðalánasjóð. Ríkið þarf að rétta af Landsspítalann og vernda velferðina, þótt Brynjar segi rétt að skera hana. Og ekki er svigrúm til að dreifa peningum yfir skuldara. Svigrúm er heldur ekkert til að lækka skattprósentu á hátekjufólki. Reynslan hefur hrakið síngjarna tilgátu um, að lægri prósenta leiði til hærri ríkistekna.